Á hvaða byggingarstigi á að selja húsið/íbúðinna.
Staðall um byggingarstig húsa er staðal ist51. Íslenskur staðall.
Hefur lokaúttekt farið fram.
Lokaútekt byggingarstig 7.
Lokaúttekt fasteigna.
Þrátt fyrir að lokaúttekt skuli liggja fyrir áður en fasteign sé skráð á byggingastig 7 og matsstig 7 er það oft ekki raunin.
Bendum kaupendum á að kynna sér vel byggingasögu og skráðar úttektir hjá byggingarfulltrúa eða
fasteignasala áður en kaup fara fram.
Matsstig 1
Byggingar- og framkvæmdaleyfi.
Markar upphaf að byggingarsögu mannvirkis. Bygginganefndarteikningar berast frá byggingafulltrúa til Þjóðskrár Íslands sem skráir mannvirki í fasteignaskrá.
Matsstig 2
Undirstöður.
Framkvæmdir við mannvirkið eru hafnar og undirstöður burðavirkis fullgerðar. Botnplata skal vera komin ef hún er berandi hluti af undirstöðum.
Matsstig 3
Burðarvirki reist.
Burðarvirki mannvirkis hefur verið reist.
Matsstig 4
Mannvirki fokhelt.
Mannvirki telst fokhelt þegar þak hefur verið klætt vatnsverju og glugga- og dyraop verið gustlokað. Við fokheldi reiknast verðmæti mannvirkis inní fasteignamatið.
Matsstig 5
Mannvirki tilbúið til innréttingar. Mannvirki / notkunareining er tilbúið(n) til innréttingar. Frágangur á skilveggjum (steyptum/hlöðnum) er lokið.
Tré- eða málmgrindarveggir klæddir og tilbúnir til spörtlunar og aðrir veggir frágengnir á samsvarandi hátt.
Gólf skulu frágengin í rétta hæð undir endanlegt slitlag.
Frágangur á steyptum loftplötum tilbúinn og timburloft að þaki með frágengnu rakvarnarlagi, lagnarásum, raflagnagrind og tilbúin til klæðningar.
Gluggar ásamt opnanlegum fögum skulu fullgerðir með glerjum og gluggabúnaði.
Fráveitulagnir innanhúss fullgerðar ásamt neyslulögnum.
Hitakerfi og loftræsikerfi skulu vera fullgerð og frágengin.
Stofninntak rafmagns skal tengt og og frágengið svo og raflagnarásir að aðaltöflum.
Matsstig 6
Mannvirki fullgert án lóðarfrágangs.
Mannvirki / notkunareining er fullgert(ð) án lóðarfrágangs.
MATSSTIG 7
Mannvirki fullgert.
Mannvirki / notkunareining er fullgert(ð).
Mannvirki í heild telst fullgert þegar allar notkunareiningar í henni eru fullgerðar.
Lokið skal gerð og frágangi gangbrauta og bílastæða á lóð og öllum frágangi jarðvegs.
MATSSTIG 8
Mannvirki ekki fullklárað en tekið í notkun
Mannvirki / notkunareining er ófullgert(ð) en tekin í notkun. Við matstig 8 er heimilt að setja brunabótamat á mannvirkið.
MATSSTIG 9
Mannvirki í endurbyggingu.
Lýsir því ástandi þegar verulegur hluti mannvirkis er í endurbyggingu og framkvæmdir það umfangsmiklar að ástæða er til að breyta mati tímabundið.
MATSSTIG N
Fasteignaréttindi.
Mannvirkið hefur verið rifið eða fjarlægt á annan hátt. Fasteignaréttindin eru enn til staðar.
MATSSTIG U
Leyfi útrunnið.
Þjóðskrá Íslands hefur þá skráð mannvirkið í fasteignaskrá sbr. byggingarstig 1. Ef ekki er kominn lóðarleigusamningur er skráningin afmáð úr fasteignaskrá.